Múlaþing

Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum

Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum er staðsett að Tjarnarbraut 26 á Egilsstöðum.
Húsið er vel búið með líkamsrækt, sundlaug og heitum pottum, íþróttasal, fjölnotasal (fimleikar og frjálsar) og þreksalur.

Íþróttamiðstöðin á Djúpavogi

Íþróttamiðstöðin á Djúpavogs er staðsett að Vörðu 5 á Djúpavogi.
Miðstöðin er vel búin tækjum og búnaði til hreyfingar og heilsueflingar. Vel búinn íþróttasalur, sundlaug með heitum pottum, þreksalur og sauna.

Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði

Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar er staðsett að Austurvegi 4 á Seyðisfirði.
Í húsinu er löglegur handboltavöllur, 5 badmintonvellir, 2 körfuboltavellir og 5 bocciavellir. Einnig tækjasalur til líkamsræktar, gufa, heitur pottur og kaldur pottur.

Sundhöll Seyðisfjarðar

Sundhöllin á Seyðisfirði er staðsett að Suðurgötu 5 á Seyðisfirði.
Sundlaugin er innilaug 12,5 x 7 m, með heitum potti utan dyra og sauna.

Skíðasvæðið í Stafdal

Á Skíðasvæðinu í Stafdal eru 3 skíðalyftur og aðstaða fyrir alls konar skíðafólk.
Skíða- og snjóbrettaleiga er á svæðinu og skáli fyrir alla gesti.
Stafdalur hefur mjög skemmtilega gönguskíðabraut sem er um 5 km og er hún ávallt troðin þegar tími vinnst til.