Notendaskilmálar korta
Skilmálar vefverslunar stofnana Múlaþings.
Velkomin í vefverslun íþróttamiðstöðva og sundlauga Múlaþings sem er í eigu og rekstri sveitarfélagsins Múlaþings, kt. 660220-1350, Lyngási 12, Egilsstöðum. VSK nr. 138763. Hér eftir verður notast við „við“, „okkur“ og „okkar“ þegar átt er við íþróttamiðstöðvar og sundlaugar Múlaþings.
Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að nota vefverslunina samþykkir þú þessa skilmála.
- SKILGREININGAR
Eftirtalin hugtök hafa þessa merkingu þar sem þau koma fyrir í skilmálum þessum:
- Fullorðin eru einstaklingar sem eru 18 ára og eldri.
- Skiptakort eru kort með inneign á ákveðinn fjölda ferða, gefin út með nafni og kennitölu einstaklings.
- Tímabilskort, til að mynda mánaðarkort eða árskort, eru kort sem gilda í ákveðinn tíma og gefin út með nafni og kennitölu einstaklings og eru aðeins til einkanota fyrir þann einstakling.
- Kortin eru sjálfsafgreiðslukort og innifela aðgang að þeirri sundlaug eða líkamsræktarstöð sem valin er.
- NOTENDAREGLUR
- Skiptakort:
- hægt er að kaupa skiptakort með inneign á ákveðinn fjölda skipta í sund eða líkamsrækt.
- fleiri en einn einstaklingur getur notað skiptakort.
- gildistími skiptakorta er 48 mánuðir frá kaupdegi.
- Tímabilskort:
- er kort sem gefið er út fyrir ákveðinn einstakling, á kennitölu viðkomandi, og er til einkanota fyrir þann einstakling.
- eru aðgreind fyrir börn, fullorðna, aldraða og aðra skilgreinda hópa.
- kortið veitir ótakmarkaðar ferðir yfir fyrirfram skilgreint tímabil.
- GJALDSKRÁ
Sveitarfélagið Múlaþing gefur árlega út gjaldskrá fyrir starfsstaði/stofnanir Múlaþings. Gjaldskrá hvers árs er aðgengileg á heimasíðu Múlaþings, mulathing.is, auk þess að gjaldskrá hverrar starfsstöðvar hangir uppi á staðnum.
- SKILAREGLUR
Skiptakortum er ekki hægt að skipta yfir í tímabilskort. Ekki er hægt að leggja inn/frysta/geyma tímabilskort til lengri eða skemmri tíma. Ekki er boðið upp á framselja tímabilskort á aðra kennitölu.
- VANEFNDIR, LOKUN KORTA
Ef korthafi gerist brotlegur við notendareglur samkvæmt skilmálum þessum hefur Múlaþing heimild til að afturkalla og loka korti fyrirvaralaust .
- GREIÐSLUVANDAMÁL
Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftir á vegna greiðslu (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina.
- MISNOTKUN Á KORTUM
Verði einstaklingur uppvís að því að framvísa/nota tímabilskort sem skráð er á annan einstakling hefur Múlaþing heimild til þess að loka viðkomandi korti.
- PERSÓNUUPPLÝSINGAR
Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þegar verslað er í vefverslun þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.
- LÖG OG VARNARÞING
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands.
Hægt er að kynna sér persónuverndarstefnu Múlaþings inni á mulathing.is.